Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Ljós úr myrkrinu
16 January 2013

Ekki er allt sem sýnist, sérstaklega í himingeimnum. Á auðu svæðunum á himninum eru áhugaverðustu fyrirbærin gjarnan falin. Þessi nýja og fallega ljósmynd sýnir glóandi ský úr geimryki fyrir framan skínandi stjörnur í bakgrunni. Með berum augum virðast þessi þykku ský tóm og dimm en sum þeirra geyma björtustu geimþokur og heitustu ungu stjörnur alheimsins!

Stjörnur eru úr gasi svo það kemur ekki á óvart að þær verði til innan í þykkum gasskýjum. En gasskýin sem geta af sér stjörnur byrgja okkur líka sýn á það sem gerist innan í þeim. Sem betur fer fyrir okkur feykja stjörnurnar rykinu burt þegar þær verða heitari og skærari og birtast okkur þá í öllu sínu veldi.

Þyrping björtu ungu stjarnanna hægra megin á myndinni er gott dæmi um þetta. Skært, blátt ljós þeirra sést vel í stað þess að týnast innan í dökka gas- og rykskýinu í kring. Hægt er að sjá tvær björtustu stjörnurnar á heiðskírri nóttu með handsjónaukum. Þessar stjörnur eru mjög ungar, innan við milljón ára gamlar — þær eru ekki einu sinni enn orðnar smábörn í stjarnfræðilegum skilningi!

Fróðleg staðreynd

Stjörnumyndunarsvæði eins og þetta geta verið risavaxin! Í Tarantúluþokunni — sem þú getur séð hér — eru til dæmis mörg hundruð massamiklar stjörnur að myndast. Ef þú gætir ferðast á hraða ljóssins tæki það þig 650 ár að ferðast enda á milli í henni!

Meer informatie

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Afbeeldingen

De sterrenhemel in vuur en vlam
De sterrenhemel in vuur en vlam

Printer-friendly

PDF File
1,1 MB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box