Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Þú snýrð mér í hring, hring
10 October 2012

Hefur þú einhvern tímann togað í lausan spotta á peysunni þinni sem heldur bara áfram að rekja hana upp? Stjörnufræðingar hafa komið auga á svipað ferli í geimnum! Í tvístirni nokkru, þ.e. kerfi tveggja stjarna á braut um hver aðra, togar önnur stjarnan með sér laust efni sem er umhverfis hina stjörnuna svo úr verður glæsilegt þyrilmynstur!

Stjarnan á myndinni er rauður risi. Einu sinni var þetta meðalstór stjarna, svipuð sólinni okkar, en með aldrinum þandist hún út. Þegar stjarnan óx, kólnaði hún líka og varð við það rauðari. Það hljómar kannski skrítið því í okkar daglega lífi táknar rauður litur oftast heitt, eins og á vatnskrönum. Í stjörnufræði er þessu öfugt farið. Heitustu stjörnurnar eru bláar en þær köldustu rauðar! (Skoðaðu Stærstu og heitustu stjörnurnar lifa sjaldnast einar til að læra meira um lit stjarna.)

Rauðir risar geta orðið nokkur hundruð sinnum breiðari en sólin okkar. Þeir verða svo stórir að þeir eiga í stökustu vandræðum með að halda í ytri efnislög sín og glata stórum hluta af efninu sínu út í geiminn. Að lokum umlykur gas- og rykhjúpur stjörnuna. Nú hafa stjörnufræðingar í fyrsta sinn séð glóandi gasið þyrlast upp! Aðeins óséð fylgistjarna gæti orsakað þetta mynstur. Sú stjarna er of dauf til þess að við getum greint hana en hún kemur upp um sjálfa sig með þessum þyrli!

Fróðleg staðreynd

Rauðir risar varpa frá sér svo miklu efni að þeir leggja til stóran hluta af því gasi og ryki sem síðar verður að nýjum stjörnum, reikistjörnum og jafnvel lífverum. Innan í þér eru örugglega leifar af rauðum risum!

Meer informatie

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Afbeeldingen

Sterren draaien rondjes
Sterren draaien rondjes

Printer-friendly

PDF File
969,3 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box