Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Fiðrildasafnarar
10 October 2012

Stjörnufræðingar reyna að safna eins mörgum hringþokum og þeir geta. Hringþokur eru glóandi gas- og rykský í geimnum, oftar en ekki óhemju fallegar. Nú hafa stjörnufræðingar byrjað að fylgjast með þessum skýjum í okkar hluta vetrarbrautarinnar með Chandra röntgengeimsjónauka NASA. Á myndinni sjást fjórar fiðrildalaga hringþokur sem sjónaukinn hefur nú þegar tekið ljósmyndað.

Þessi ský sýna okkur skeið sem allar meðalstórar stjörnur eins og sólin okkar ganga í gegnum. Þegar stjarna hefur brennt öllu eldsneyti sínu, þenst hún út og verður rauður risi. Stjarnan getur þá orðið nokkur hundruð sinnum breiðari en sólin okkar! Þegar stjarnan er svo stór á hún í stökustu vandræðum með að halda í ytri efnislög sín og missir stóran hluta þeirra út í geiminn.

Eftir situr heitur kjarninn úr stjörnunni. Hann byrjar smám saman að falla inn í sjálfan sig. Allt efnið í kjarnanum verður svo samþjappað að lítil en mjög þung stjarna verður til sem við köllum hvítan dverg. Hvítur dvergur er stjarna með svipað efnismagn og sólin en er á stærð við jörðina!

Gasið og rykið sem stjarnan varpar frá sér myndar hringþoku sem sveipar hvíta dverginn litríkum hjúpi. Þessir gashjúpar eru af mörgum stærðum og gerðum. Á myndunum sérðu að efnið hefur myndað tvö ský út frá sitt hvorri hlið stjörnunnar. Skýin líta út eins og vængir á fiðrildum!

Fróðleg staðreynd

Næstum allar stjörnur mynda hringþokur að lokum, þar á meðal sólin. Stjörnufræðingar telja að í vetrarbrautinni okkar séu líklega yfir 30.000 hringþokur.

Share:

Afbeeldingen

Op vlinderjacht
Op vlinderjacht
Op vlinderjacht
Op vlinderjacht

Printer-friendly

PDF File
982,6 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box