Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Hringrás lífsins
29 May 2013

Þegar við horfum upp í næturhimininn er stundum erfitt að trúa því að stjörnurnar séu ekki eilífar. Flestir af þeim agnarsmáu ljóspunktum sem dreifast um næturhimininn hafa verið þar frá upphafi mannkyns. Í raun og veru eru stjörnurnar eins og lífverur sem fæðast, lifa, eldast og deyja. Hvernig þær deyja veltur hins vegar á þyngd þeirra, — massanum. Minnstu stjörnurnar fjara rólega út eins og kertalogi en stærstu og þyngstu stjörnurnar deyja í miklum sprengingum.

Stjörnufræðingar töldu sig hafa áttað sig nokkurn veginn á lífsferlum stjarna á stærð við sólina okkar, sem eru tiltölulega litlar stjörnur. Talið er að störnur á borð við sólina varpi stórum hluta af lofthjúpum sínum út í geiminn undir ævilok. Þetta efni nýtist svo í næstu kynslóðir stjarna, rétt eins og í hringrás lífsins á Jörðinni.

En ný rannsókn á gömlum stjörnum í kúluþyrpingu hefur hrist upp í þessari tilgátu. Kúluþyrping er risavaxinn hópur stjarna, eins og sá sem sést á myndinni. Rannsóknin sýndi að margar stjörnur eins og sólin okkar ganga aldrei í gegnum það stig á ævi sinni að varpa burt lofthjúpum sínum!

Niðurstöður rannsóknarinnar komu á óvart. Þær sýndu að allar stjörnurnar á þessu stigi ævinnar voru mjög gamlar. Og engin af yngri stjörnunum af „næstu kynslóð“ höfðu komist á þetta stig! Svo á meðan við héldum að allar stjörnur af þessari stærðargráðu næðu þessu stigi, kemur í ljós að allt að 70% stjarna sleppa því alfarið! Þessi stað komast þær beint á eftirlaun sem hvítir dvergar.

Veist þú hvers vegna enginn hefur séð litla og létta stjörnu deyja? Alheimurinn er um 13,8 milljarða ára gamall. Stjörnur sem eru um tíu sinnum léttari en sólin okkar hafa næga orku til að lifa í sex til tólf trilljónir ára. Alheimurinn hefur ekki einu sinni verið til svo lengi!

Fróðleg staðreynd

Veist þú hvers vegna enginn hefur séð litla og létta stjörnu deyja? Alheimurinn er um 13,8 milljarða ára gamall. Stjörnur sem eru um tíu sinnum léttari en sólin okkar hafa næga orku til að lifa í sex til tólf trilljónir ára. Alheimurinn hefur ekki einu sinni verið til svo lengi!

Share:

Afbeeldingen

De kringloop van het leven
De kringloop van het leven

Printer-friendly

PDF File
1,2 MB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box