Volg ons
iBookstore
Android app on Google Play
Vind ik leuk
Een programma van
Heiðskírar nætur á risajörð
12 June 2013

Það er auðvelt að vera góðu vanur í lífinu... sérstaklega því sem við sjáum ekki. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur hversu heppin við erum að reikistjarnan okkar hafi ósýnilegan hjúp: Lofthjúp!

Lofthjúpur Jarðar er úr gasi sem umlykur reikistjörnuna okkar eins og teppi. Lofthjúpurinn heldur hitastiginu á yfirborðinu nokkuð notalegu og kemur í veg fyrir að við frjósum í hel á næturnar og stiknum úr hita á daginn. Lofthjúpurinn virkar líka eins og verndarhjúpur sem gleypir hættulega geisla frá sólinni og öðrum fyrirbærum í geimnum áður en þeir ná til okkar! Þökk sé lfthjúpnum er lífvænlegt á Jörðinni.

Reikistjörnur fyrir utan sólkerfið okkar hafa líka lofthjúpa. Stjörnufræðingar í Japan hafa rannsakað lofthjúp reikistjörnu á braut um fjarlæga stjörnu. Reikistjarnan er fjórum sinnum stærri en Jörðin og kallast því risajörð (þarf samt ekkert að líkjast jörðinni neitt). Athuganirnar sýndu að þótt reikistjarna hefði ótrúlega þykkan lofthjúp, 200.000 sinnum þykkari en Jörðin, eru ekki sérlega mikið um ský í honum. Sumir yrðu eflaust mjög ánægðir með það!

Fróðleg staðreynd

Engin raunveruleg mörk skilja milli lofthjúpsins og himingeimsins. Lofthjúpurinn verður aðeins sífellt þynnri eftir því sem ofar dregur. Menn hafa samt ákveðið að draga ímyndaða línu í 100 km hæð og allt sem er fyrir ofan það er í geimnum. Við köllum þessi mörk Kármán línu. Menn geta hins vegar aðeins dregið andann upp í um það bil 9 km hæð.

Share:

Afbeeldingen

Onbewolkte nachten op Super-Aarde
Onbewolkte nachten op Super-Aarde

Printer-friendly

PDF File
1015,5 KB
Nieuwsbrief

Cassini Scientist for a Day


Universe in a Box